Ýmsir portúgalskir miðlar halda því fram að Manchester United og Sporting CP séu búin að komast að samkomulagi um kaupverð á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes.
Fernandes er gríðarlega eftirsóttur leikmaður enda skoraði hann 32 mörk á síðustu leiktíð, sem er met fyrir miðjumann í Portúgal, og er kominn með 15 mörk og 13 stoðsendingar í fyrstu 25 leikjum á þessari leiktíð.
Sporting mun fá 70 milljónir evra, rétt tæplega 60 milljónir punda, fyrir Fernandes auk leikmanns að láni út tímabilið.
Man Utd bauð að lána portúgalska markvörðinn Joel Pereira til Sporting en hann þótti ekki nógu reyndur, rétt eins og samlandi hans Angel Gomes. Þá hefði Sporting verið til í að fá Marcos Rojo ef ekki fyrir himinháar launakröfur.
Nú virðist útlit fyrir að brasilíski miðjumaðurinn Andreas Pereira muni skipta yfir til Sporting. Hann væri fullkominn kostur þar sem hann getur leyst sömu stöðu og Fernandes á vellinum.
Nenhum comentário:
Postar um comentário