Það fóru fjórir leikir fram í 4. deildinni í kvöld, tveir í C-riðli og tveir í D-riðli.
Ísbjörninn hleypti lífi í toppbaráttu C-riðils með sigri gegn KÁ. Úrslitin koma sér vel fyrir topplið Hamars sem getur aukið forystu sína í fjögur stig með sigri í næsta leik.
KÁ er í öðru sæti, einu stigi eftir Hamri og kemur Ísbjörninn í þriðja, tveimur stigum eftir KÁ.
KFB gerði þá 1-1 jafntefli við Berserki í neðri hlutanum.
C-riðill:
Ísbjörninn 2 - 1 KÁ
1-0 Ronald Andre Olguin Gonzalez ('32)
2-0 Ágúst Karel Magnússon ('33)
2-1 Birgir Þór Þorsteinsson ('70)
KFB 1 - 1 Berserkir
úrslit.net
Í D-riðli hafði Smári betur gegn Hvíta riddaranum þökk sé frábærum fyrri hálfleik. Gestirnir úr Mosfellsbæ komust yfir snemma leiks en Ellert Hreinsson, Garðar Elí Jónasson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sneru stöðunni við fyrir leikhlé. Staðan orðin 4-1 þar sem Garðar Elí skoraði tvö.
Gestirnir sóttu mikið í síðari hálfleik og skoruðu tvö mörk en náðu ekki að jafna. Lokatölur urðu 4-3 og er Smári kominn með níu stig eftir átta umferðir. Hvíti riddarinn er með tólf stig og missti af þriðja sætinu með þessu tapi.
Topplið KH lenti þá ekki í vandræðum gegn botnliði KB og vann 5-1.
KH er einu stigi fyrir ofan Kríu í toppbaráttunni, með 18 stig eftir 7 umferðir.
D-riðill:
Smári 4 - 3 Hvíti riddarinn
0-1 Eiður Andri Thorarensen ('8)
1-1 Ellert Hreinsson ('14)
2-1 Garðar Elí Jónasson ('23)
3-1 Hrafnkell Freyr Ágústsson ('28)
4-1 Garðar Elí Jónasson ('32)
4-2 Stefnir Guðmundsson ('73)
4-3 Gunnar Már Magnússon ('94)
KH 5 - 1 KB
Nenhum comentário:
Postar um comentário