quinta-feira, 2 de janeiro de 2020

Langþráður sig­ur í end­ur­komu Arons

Aron Einar Gunnarsson snéri aftur á knattspyrnuvöllinn í dag eftir ...


Aron Ein­ar Gunn­ars­son, landsliðsfyr­irliði Íslands í knatt­spyrnu, var í byrj­un­arliði Al-Ar­abi þegar liðið heim­sótti Al Ahli í efstu deild Kat­ar í dag. Leikn­um lauk með 3:0-sigri Al-Ar­abi en Aron fór af velli á 80. mín­útu.
Þetta var fyrsti sig­ur Al-Ar­abi í deild­inni síðan 4. októ­ber þegar liðið vann Al Khor, 3:1, en Aron meidd­ist í þeim leik og var leik­ur­inn í dag hans fyrsti síðan hann gekkst und­ir aðgerð á ökkla um miðjan októ­ber.
Al-Ar­abi fer með sigr­in­um upp í fjórða sæti deild­ar­inn­ar í 18 stig eft­ir ell­efu leiki. Al-Ar­abi er ell­efu stig­um á eft­ir toppliði Al-Duhail en tólf lið leika í efstu deild Kat­ar. Heim­ir Hall­gríms­son, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari Íslands, er þjálf­ari Al-Ar­abi.

Nenhum comentário:

Postar um comentário