Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, var í byrjunarliði Al-Arabi þegar liðið heimsótti Al Ahli í efstu deild Katar í dag. Leiknum lauk með 3:0-sigri Al-Arabi en Aron fór af velli á 80. mínútu.
Þetta var fyrsti sigur Al-Arabi í deildinni síðan 4. október þegar liðið vann Al Khor, 3:1, en Aron meiddist í þeim leik og var leikurinn í dag hans fyrsti síðan hann gekkst undir aðgerð á ökkla um miðjan október.
Al-Arabi fer með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar í 18 stig eftir ellefu leiki. Al-Arabi er ellefu stigum á eftir toppliði Al-Duhail en tólf lið leika í efstu deild Katar. Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, er þjálfari Al-Arabi.
Nenhum comentário:
Postar um comentário