Stefnt er að því að leikur Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM karla í knattspyrnu fari fram á Laugardalsvellinum en leikurinn verður spilaður 26. mars.
Netmiðillinn Fótbolti.net greinir frá því að KSÍ hafi skilað inn þeirri áætlun sinni til Knattspyrnusambands Evrópu.
Þar er jafnframt haft eftir Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, að ekki hafi verið skilað inn hugmynd að leikvangi til vara verði Laugardalsvöllurinn ekki leikfær.
Íslenska landsliðið mun í janúar leika tvo vináttulandsleiki í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og er það liður í undirbúningi liðsins fyrir umspilið.
Nenhum comentário:
Postar um comentário