Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hefur gert nýjan samning við norska liðið Sandefjord en liðið leikur í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Emil staðfesti við mbl.is í dag að hann verði áfram hjá félaginu en hann var með lausan samning í lok síðasta árs.
Sandefjord hafnaði í 2. sæti í b-deildinni á síðasta tímabili en Emil snéri aftur á völlinn í haust eftir að hafa slitið hásin í desember 2018. Viðar Ari Jónsson leikur einnig með Sandefjord en þrjú Íslendingalið fóru upp í efstu deild að þessu sinni. Álasund með Hólmbert Aron Friðjónsson, Daníel Léo Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson innanborðs og Start með Aron Sigurðarson og undir stjórn Jóhannesar Harðarson. Aron hefur nú róið á önnur mið en Guðmundur Andri Tryggvason mun hins vegar koma við sögu hjá Start að öllum líkindum.
Nenhum comentário:
Postar um comentário